Breytt vinnuumhverfi - Ný skýrsla ANE kynnt

Áskoranir vegna sveigjanlegs vinnuumhverfis.

21. sep. 2021

Ný skýrsla ANE (Association of Nordic Engineers) um nýjan veruleika vegna sveigjanlegs vinnuumhverfis var kynnt í opinni vefútsendingu þriðjudaginn 21. september. 

Í skýrslunni eru birtar niðurstöður samnorrænnar könnunar sem félagsmenn VFÍ tóku þátt í. 

Aukinn sveigjanleiki hvað varðar vinnuumhverfi og vinnustað getur verið áhætta gagnvart réttindum starfsmanna, heilsu, jafnrétti og sköpunargáfu. Hins vegar getur þessi nýi veruleika einnig skapað ný tækifæri og aukið jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Hvernig getum við tekist á við þessar áskoranir og tryggt ávinning þegar „ein stærð passar engum"?

Sjá frétt á vef ANE. - Þar er upptaka af kynningarfundinum.