Byggjum grænni framtíð - Upptaka
Upptaka frá hádegisfundi VFÍ 24. mars.
Á hádegisfundi VFÍ miðvikudaginn 24. mars var kynning á verkefninu Byggjum grænni framtíð. Fyrirlesarar voru Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, sérfræðingur hjá HMS og verkefnastjóri verkefnisins og Sigríður Ósk Bjarnadóttir, doktor í byggingarverkfræði, VSÓ ráðgjöf, hópstjóri mælingahóps hjá Byggjum grænni framtíð.
Byggjum grænni framtíð sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila um vistvænni mannvirkjagerð. Verkefnið á meðal annars rætur að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.
Fyrirlesturinn var í streymi og tekinn upp. (Byrjar á mín. 16:20).