• Lauf_i_vatni_2

Skert starfshlutfall og réttindi vegna COVID-19

Upplýsingar um réttindi á vinnumarkaði.

25. mar. 2020

Skert starfshlutfall vegna COVID-19 faraldursins

Alþingi hefur samþykkt lög um tímabundnar atvinnuleysisbætur til að koma til móts við minnkað starfshlutfall vegna samdráttar í rekstri fyrirtækja af völdum COVID-19. Hlutabótunum er ekki ætlað að standa straum af launakostnaði vegna vinnuframlags sem innt er af hendi og er gert ráð fyrir að dregið verði úr vinnuframlagi launamanns sem nemur hinu minnkaða starfshlutfalli, þ.e. vinnuveitandi getur ekki krafist vinnuframlags frá launamanni umfram það starfshlutfall sem eftir stendur þegar starfshlutfall hefur verið minnkað. Gildistími ákvæða laganna er frá og með 15. mars til 1. júní. Þar sem erfitt er að spá fyrir um þróun næstu mánaða er gert ráð fyrir að hlutabæturnar ýmist renni sitt skeið eða taki breytingum í samræmi við þá reynslu sem fæst næstu vikur á nýtingu þeirra úrræða sem lögin kveða á um.

Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að sækja um bætur vegna minnkaðs starfshlutfalls. 

Þar eru einnig greinargóðar upplýsingar, spurt og svarað, um réttindi og skyldur launþega og vinnuveitenda vegna COVID-19.

Félagsmenn VFÍ starfa bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. 

Kjarasamningur VFÍ við Samtök atvinnulífsins er viðmiðunarsamningur á almennum vinnumarkaði. 

Upplýsingar vegna COVID-19 á á vef Samtaka atvinnulífsins

Ef eitthvað er óljóst eða fleiri spurningar vakna vinsamlega sendið tölvupóst á kjaramal@verktaekni.is 

Upplýsingar frá stjórnvöldum um COVID-19