CRI hf. hlaut Teninginn

Carbon Recycling International er nýr handhafi Teningsins.

21. okt. 2022

Carbon Recycling International - CRI hf. hlaut Teninginn, viðurkenningu Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd, þegar hann var afhentur á Degi verkfræðinnar sem var á Hilton Reykjavík Nordica 21. október. CRI hlaut Teninginn fyrir þróun ETL tækninnar og verkfræðilega hönnun verksmiðju í Anyang borg í Henan héraði í Kína. Dagur verkfræðinnar var sem fyrr mjög vel sóttur og fullt hús. Á myndinni eru frá vinstri: Svana Helen Björnsdóttir, formaður VFÍ, hópur starfsmanna frá CRI hf. og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem afhenti Teninginn.

Teningurinn - verkfræðilegur verðlaunagripur

Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á vel útfærðum og áhugaverðum verkefnum sem tæknifræðingar og verkfræðingar vinna að. Hver dómnefnd­armaður gaf einkunn fyrir hvert viðmið, sem eru alls sex talsins, og það verk­efni sem hlaut hæstu meðaltals einkunn hreppti verðlaunin.

Umsögn dómnefndar.

Fyrri handhafar Teningsins

Carbfix 2019.
Controlant 2020. 

Verkfræðilegur verðlaunagripur

Verðlaunagripurinn, sem var frumsýndur á Degi verkfræðinnar, hefur vakið verðskuldaða athygli. Hönnuðir eru Narfi Þorsteinsson og Adrian Rodriques.