Dagur verkfræðinnar - hlýtur jafnréttisstimpil

Viðurkenning frá Konum í Orkumálum.

11. mar. 2019

Dagur verkfræðinnar 2019 hlýtur viðurkenningu frá Konum í Orkumálum fyrir að „Viðburður í jafnvægi" og hlýtur þessi stærsti viðburður Verkfræðingafélags Íslands því Jafnréttisstimpil Kvenna í Orkumálum.

Í tilkynningu segir: „Stjórn félagsins Konur í Orkumálum, hrinti í haust af stað verkefninu „Viðburður í jafnvægi“. Félagið skoðaði skiptingu kynja meðal fyrirlesara og fundarstjóra á Degi verkfræðinnar sem haldinn verður 22. mars nk. og gleðst yfir því að kynjajafnrétti sé í hávegum haft. Félagið vill því lýsa því yfir að viðburðurinn flokkast sem Viðburður í jafnvægi og hlýtur þar með Jafnréttisstimpil Kvenna í Orkumálum."

Dagskráin á Degi verkfræðinnar 2019.

Skráning á Dag verkfræðinnar 2019.

Nánari upplýsingar um verkefnið Viðurður í jafnvægi - Jafnréttisstimpill KÍO.