Dagur verkfræðinnar - SKRÁNING
Á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 19. apríl 2024.
Dagur verkfræðinnar verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 19. apríl 2024.
Fyrirlestrar og kynningar verða í þremur opnum fundasölum og ráðherra mun afhenda Teninginn, viðurkenningu VFÍ fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd. Streymt verður úr öllum fundasölum.
Sýndur verður kafli úr nýrri heimildamynd: Trúin á tæknina um sögu verkfræði á Íslandi - nútíð og framtíð.
Aðalfyrirlesari á IMaR 2024 og Degi verkfræðinnar er Dan Gardner margverðlaunaður blaðamaður og höfundur metsölubóka um áskoranir sem varða alla þá sem láta sig þróun heimsins skipta. Nýjasta bók Dan Gardner heitir HOW BIG THINGS GET DONE og hefur slegið rækilega í gegn um allan heim sem leiðsagnarrit um hvernig ber að standa að stórum verkefnum í óvissum heimi.
Mikill fengur er að komu Dan Gardner og má finna upplýsingar t.d. hér https://www.dangardner.ca/about
Dagskráin á Degi verkfræðinnar 2024.
Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina og tæknifræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.