Degi verkfræðinnar 2020 aflýst
Sjáumst á Degi verkfræðinnar 19. mars 2021.
Dagur verkfræðinnar er haldinn í marsmánuði ár hvert. Vegna COVID-10 faraldursins var Degi verkfræðinnar 2020 frestað til 15. október á Hilton Reykjavík Nordica. Stjórn VFÍ hefur ákveðið að aflýsa viðburðinum vegna samgöngutakmarkana. Síðustu ár hafa mætt yfir 500 manns á Dag verkfræðinnar sem er langt yfir þeim mörkum sem gilda.
Stefnt er að því að afhenda Teninginn í lok október. Um er að ræða viðurkenningu Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á vel útfærðum og áhugaverðum verkefnum sem verkfræðingar og tæknifræðingar vinna að. Nánar um Teninginn.
Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.
Dagur verkfræðinnar hefur vakið athygli og verið vel sóttur af félagsmönnum VFÍ og öðru áhugafólki. Í fyrra var "uppselt" þ.e. loka þurfti fyrir skráningu. Við vonumst eftir betri tíð og að við sjáum ykkur sem flest á Degi verkfræðinnar 19. mars 2021.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla