• klakar

Desemberuppbót 2020

Desemberuppbót á að greiða fyrir 15. desember.

1. des. 2020

Kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins er viðmiðunarsamningur á almennum vinnumarkaði verkfræðinga og tæknifræðinga og desemberuppbót 2020 samkvæmt þeim samningi er kr. 94.000.- fyrir fullt starf. Uppbótin greiðist hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall en fullt ársstarf telst a.m.k. 45 unnar vikur fyrir utan orlof. Ekki er greidd desemberuppbót samkvæmt kjarasamningi við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV).

Desemberuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum í byrjun desember ár hvert, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þ.m.t. að því er varðar starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári.

Desemberuppbót samkvæmt nokkrum kjarasamningum

Kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins kr. 94.000.-
Ríki kr. 94.000.-
Reykjavíkurborg kr. 103.100.-
Önnur sveitarfélög kr. 118.750.- 

Upplýsingar um desemberuppbót.