Einvígi allra tíma

Félagsmönnum VFÍ býðst að kaupa bókina á tilboðsverði.

24. sep. 2020

Einvígi allra tíma er ný bók þar sem Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og forseti Skáksambands Íslands á tíma einvígisins, segir frá hinum magnaða aðdraganda einvígisins og sögunum úr innsta hring atburða á meðan á einvíginu stóð. Þar sem oft mátti litlu muna að allt færi út um þúfur. Loks gerir höfundur upp hinn einstæða eftirleik áranna eftir einvígið þar sem Spassky flúði heimalandið og Fisher endaði á Íslandi – landflótta og eftirlýstur.

Að auki er í bókinni afar fróðlegur kafli um uppruna skákarinnar og alla heimsmeistara karla í skák frá upphafi. Raunveruleikinn hefur ekki burði til að endurtaka þær mögnuðu aðstæður sem umluktu einvígið; spennan milli stórveldanna, ótrúlegur áhugi umheimsins og hinir ólíku keppendur; herramaðurinn Boris Spassky, þrautþjálfaður liðsmaður sovéska skákskólans gegn ólíkindatólinu Bobby Fischer, einfara og uppreisnarmanni.

Hægt er að kaupa bókina á skrifstofu VFÍ á kr. 5.000.- sem er tilboðsverð.