• Félagsskírteini VFÍ

Félagsskírteini

Félagsskírteinið veitir margs konar afslátt.

18. apr. 2017

Þessa dagana eru félagsmenn VFÍ að fá í hendur nýtt félagsskírteini.  Þeir sem hafa ekki fengið skírteini eru beðnir um að hafa samband við skrifstofuna með tölvupósti.

Skírteinið er rafrænt auðkenniskort og er unnið í samstarfi við Íslandskortið. Með útgáfu þess opnast ótal möguleikar til að auðkenna sig við kaup og/eða notkun á ýmiss konar þjónustu. 

Kostnaður félagsins við útgáfu skírteinanna er óverulegur vegna hagstæðra samninga við Íslandskort. - Skírteinið er aðeins gefið út einu sinni fyrir hvern félagsmann og er í gildi á meðan hann er virkur félagsmaður. 

Afsláttur

Hægt er að sjá upplýsingar um afslátt á margvíslegri vöru og þjónustu á www.orlof.is/vfi  og  www.islandskortid.is/afslattur  þar sem afsláttarkjör eru uppfærð reglulega. Þar eru einnig nánari upplýsingar um Íslandskortið.

Í framtíðinni verður hægt að nota kortið til greiðslu (með því að leggja inn á kortið). Í hópi staða sem nú þegar eru farnir að taka við greiðslum í gegnum kortið eru Þingvallaþjóðgarður, Vatnajökulsþjóðgarður, Gullfoss og fleiri staðir. Síðar verður boðið upp á að tengja kortið við rafrænar þjónustur og sjálfsafgreiðslu.  

Við vonum að félagsmenn kunni að meta þetta framtak og muni nýta sér kortið.