Fengu heiðursmerki VFÍ
Viðurkenning fyrir vel unnin störf.
Arnlaugur Guðmundsson tæknifræðingur og verkfræðingarnir Gísli Viggósson, Jónas Elíasson og Ragna Karlsdóttir voru nýverið sæmd heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands.
Heiðursmerki VFÍ má veita í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði og tæknifræði eða vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðinga- og tæknifræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu stéttarinnar.
Alls hafa 118 einstaklingar hlotið heiðursmerki VFÍ í 105 ára sögu félagsins.Á myndinni eru frá vinstri: Jónas Elíasson, Ragna Karlsdóttir, Arnlaugur Guðmundsson og Gísli Viggósson.
Umsagnir sem ritaðar voru í viðurkenningarskjölin eru hér fyrir neðan.
Arnlaugur Guðmundsson
Gísli Viggósson
Jónas Elíasson
Ragna Karlsdóttir
- Næsta færsla
- Fyrri færsla