Fengu heiðursmerki VFÍ

Viðurkenning fyrir vel unnin störf.

14. maí 2019

Dagný Halldórsdóttir rafmagnsverkfræðingur, Jens Arnljótsson véltæknifræðingur, Páll Jensson iðnaðarverkfræðingur og Þorsteinn Ingi Sigfússon eðlisfræðingur voru nýlega sæmd  heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands.

Heiðursmerki VFÍ má veita í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði og tæknifræði eða vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðinga- og tæknifræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu stéttarinnar.

Alls hafa 125 einstaklingar hlotið heiðursmerki VFÍ í 107 ára sögu félagsins.

Á myndinni eru frá vinstri: Svana Helen Björnsdóttir formaður VFÍ, Dagný Halldórsdóttir, Þorsteinn Ingi Sigfússon, Páll Jensson og Jens Arnljótsson.

Umsagnir sem ritaðar voru í viðurkenningarskjölin eru hér fyrir neðan.

Dagný Halldórsdóttir.
Jens Arnljótsson.
Páll Jensson.
Þorsteinn Ingi Sigfússon.