Fjölskyldudagur verkfræðinnar
Góð mæting í haustblíðunni.
Það var mjög góð þátttaka á Fjölskyldudegi verkfræðinnar sem VFÍ hélt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þetta var í þriðja sinn sem félagið stendur fyrir þessum viðburði. Vísindasmiðja HÍ vakti sem fyrr mikla hrifningu.
Í farandsýningu Vísindasmiðjunnar eru í boði tilraunir, þrautir, tæki, tól, leikir og óvæntar uppgötvanir fyrir alla aldurshópa. Gestir geta meðal annars kynnst undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, teiknað listaverk með rólu, leikið á syngjandi skál, smíðað vindmyllu, mótað heillandi landslag og margt fleira. Öll fjölskyldan getur upplifað vísindin með lifandi hætti, uppgötvað og leikið sér af hjartans list.
Fleiri myndir frá Fjölskyldudeginum eru á facebooksíðu VFÍ.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla