• Forseti Íslands flytur ávarp á Degi verkfræðinnar.

Forsetinn á Degi verkfræðinnar

Skoðanafrelsi og frelsi til rannsókna

10. apr. 2017

Forseti Íslands flutti erindi á Degi verkfræðinnar. Í máli sínu lagði forseti m.a. áherslu á skoðanafrelsi og fullt frelsi til rannsókna, mikilvægi þess að vísindafólk setji sig ekki á háan hest í krafti náms síns og stöðu, en jafnframt þó að fólk beri virðingu fyrir kunnáttu, fræðslu og sérfræðiþekkingu í samfélaginu. Erindi forseta á Degi verkfræðinnar.