Framtíð tæknirannsókna á NMÍ

Bréf stjórnar Verkfræðingafélags Íslands til ráðherra.

10. júl. 2020

Stjórn Verkfræðingafélags Íslands hefur sent Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra bréf um framtíð tæknirannsókna á Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ). Tilefnið eru áform um að leggja NMÍ niður um næstu áramót eins og ráðherra kynnti í febrúar síðastliðnum. 

Í bréfinu er bent á mikilvægi tæknirannsókna á NMÍ við að innleiða nýja tækni og aðferðir til gagns fyrir iðnað og atvinnulíf í landinu. Einnig að hlutverk tæknirannsókna á NMÍ sé að veita óháða þjóunustu og skapa rannsóknarumhverfi og aðstöðu sem fyrirtæki í öllum greinum atvinnulífsins geta leitað til með prófanir, tæknirannsóknir og nýsköpun. 

Í niðurlagi bréfsins segir: „Verkfræðingafélag Íslands kallar eftir því að stjórnvöld tryggi starfsemi öflugra og óháðra tæknirannsókna með áherslu á sérfræðiþekkingu og sterka innviði. Það er hluti þess umhverfis sem stjórnvöld geta tryggt að sé til staðar fyrir tæknifyrirtæki og frumkvöðla sem stunda hugvits- og rannsóknadrifna nýsköpun. Reynslan hefur sýnt að hjá öflugum tæknirannsóknadeildum safnast saman mikil reynsla sem getur skipt sköpum í því að hraða og efla þróun hjá ungum sprotum og líka verið mikilvægur stuðningsaðili við öflug starfandi fyrirtæki.“

Bréf stjórnar VFÍ til ráðherra.