• IWED2022-banner

Framtíð verkfræðinnar og áskoranir - Málþing ANE

Þarf að endurmeta hlutverk og hæfni tæknimenntaðra?

3. mar. 2022

Association of Nordic Engineers (ANE) bauð til málþings í beinu streymi föstudaginn 4. mars sem er alþjóðlegur Dagur verkfræði og sjálfbærrar þróunar. Upptaka er í hlekk hér fyrir neðan. 
Hópur norrænna verkfræðinga og sjálfbærnisérfræðinga ræddu þær áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir og hvort og þá hvernig á að endurmeta hlutverk tæknimenntaðra í að takast á við þær. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands tók þátt í panelumræðum. 

Tónninn var settur með fjórum sviðsmyndum sem lýsa mögulegu hlutverki og stöðu verkfræðinnar árið 2030. Sviðsmyndirnar voru sérstaklega settar fram af þessu tilefni af Kjaer Global Ltd. Í umræðunum skoðaði pallborðið m.a. hlutverk norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga og hvernig þeir geta haft áhrif á framtíðarþróun.

Hlekkur á upptöku:  ANE World Engineering Day 2022 Recap - nordicengineers

https://worldengineeringday.net/