Framtíðin í umhverfisstjórnun - Upptaka

1. nóv. 2019

Á Samlokufundi nýverið kynnti Christopher Brown frá Klöppum ehf. snjalllausnir fyrirtækisins í umhverfismálum. Hann sýndi meðal annars hvernig raungögnum er streymt milli aðila til að birta fyrirtækjum og stofnunum notkun á ýmsum auðlindum, losun úrgangs, umreikning yfir í CO2 og loks kolefnisjöfnun.

Hugbúnaðarlausnir Klappa hafa vakið mikla athygli enda uppfylla þær nýjustu lagakröfur og stuðla að framgangi stefnu stjórnvalda um að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2030.

Upptaka frá fundinum.

Á vef Klappa ehf.