Haustferð Norðurlandsdeildar

Árleg haustferð NVFÍ.

26. sep. 2019

Norðurlandsdeild VFÍ fór í haustferð laugardaginn 21. september. 34 félagsmenn VFÍ og makar fóru með rútu frá Akureyri. Fyrst var haldið til Dalvíkur og nýtt frystihús Samherja, sem er í byggingu, skoðað. Því næst var haldið til Genis á Siglufirði og þar fór fram kynning á starfsemi fyrirtækisins. 

Áður en haldið var heim á leið var snæddur kvöldverður á Sigló hótel.