• abstrakt net

Hópur eldri félagsmanna VFÍ

Síðdegisfundur 11. janúar. - Gervigreind.

3. jan. 2018

Boðað er til síðdegisfundar eldri félaga í VFÍ fimmtudaginn 11. janúar kl. 17-19 í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Fundarboð var sent félagsmönnum 65 ára og eldri. Komið hefur upp sú hugmynd að stofna sérstakan hóp eldri félagsmanna innan VFÍ. Markmiðið er að styrkja tengsl og nýta krafta þeirra og reynslu við að efla starfsemi VFÍ. 

Kristinn R. Þórisson, stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands og meðstofnandi Gervigreindarseturs HR mun halda erindi og segja frá því hvernig gervigreind hefur áhrif á dagleg líf okkar.

Í kjölfarið verða umræður og félagar eru sérstaklega hvattir að koma með hugmyndir um hvað eina sem þeim býr í hjarta um starfsemi félagsins.

Í lokin verður boðið upp á veitingar. 

Til að auðvelda undirbúning biðjum við ykkur um að skrá þátttöku á netfangið: tilkynningar@verktaekni.is eða hringja í síma: 535 9300.