Í leit að starfi. - Vefútsending

Árangursrík atvinnuleit.

23. sep. 2020

Fyrirlestrinum er ætlað að undirbúa og hvetja einstaklinga fyrir árangursríka atvinnuleit. Megináhersla er lögð á að kenna aðferðir og tækni til starfsleitar og efla sjálfstraust við leitina. Fyrirlesari: Hlynur Atli Magnússon ráðgjafi hjá Hagvangi / M.Sc. í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Ekki verður hægt að nálgast upptöku frá fundinum.

Helstu atriði sem farið verður yfir:

  • Gerð ferilskráar. Farið yfir hvaða upplýsingar þurfa að koma fram, hvernig er best að raða upplýsingum svo þær verði sem aðgengilegastar. Einnig rætt um gerð kynningarbréfs, bæði almennt og þegar sótt er um ákveðið starf. Þátttakendur fá aðstoð við að gera ferilskrá eða bæta ferilskrá.
  • Að finna vinnu. Hvernig ber að haga sér í atvinnuleit? Hvar er hægt að leita?
  • Atvinnuviðtalið. Hvernig er best að kynna sig í atvinnuviðtali? Hvað ber að forðast?
  • Atvinnumöguleikar almennt á markaðnum.

Vegna COVID-19 verður að takmarka fjölda í fundasal VFÍ.

Útsending VFÍ: https://vimeo.com/460763996/2178b37ca4" https://vimeo.com/460763996/2178b37ca4"

Þau sem vilja mæta á staðinn eru velkomin en eru beðin um að skrá sig með því að senda póst: hulda@verktaekni.is

Félagsmenn fá ókeypis samlokur og drykki, aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir.