Ánægjulegar niðurstöður í þjónustukönnun

Betri útkoma á öllum sviðum.

16. feb. 2023

Í lok síðasta árs gerði Maskína þjónustukönnun fyrir Verkfræðingafélag Íslands. Sambærileg könnun var gerð 2019 og hefur ánægja félagsmanna aukist á öllum sviðum. Nú segjast 72% vera ánægð en 68% í könnuninni 2019. Sem fyrr segir eru niðurstöður jákvæðari í öllum spurningum og meðaltals einkunnir VFÍ eru í öllum tilvikum yfir svokölluðu meðaltali Maskínu, sem hefur að geyma svör fjölmargra einstaklinga sem hafa svarað sambærilegum könnunum um þjónustu hinna ýmsu aðila, - fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka.

Við þökkum þeim sem tóku þátt í könnuninni. Markmiðið er alltaf að gera enn betur.

Niðurstöður þjónustukönnunar VFÍ 2022.