• Nemar í HR gera tilraun

Kjarakönnun 2017

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að taka þátt.

19. mar. 2017

Kjarakönnun Kjaradeildar VFÍ stendur nú yfir. Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt. Könnunin er eitt mikilvægasta tæki VFÍ til að vinna að bættum kjörum verkfræðinga og tæknifræðinga.

Könnunin, sem hefur verið stytt töluvert, er mikilvæg undirstaða upplýsingagjafar fyrir launaviðtöl og fleira. 

Það er ekki skilyrði fyrir þátttöku að vera félagsmaður í VFÍ.

Félagsvísindastofnun HÍ sér líkt og áður um framkvæmd könnunarinnar. Kjaradeild VFÍ hefur ekki aðgang að svörum og ekki er unnt að rekja þau til þátttakenda. Það er auðvelt að svara. Það eina sem þarf að hafa við höndina er launaseðill fyrir febrúar 2017 (má nálgast í net/heimabönkum).