Kjarakönnun 2020
Mikilvægt tæki í kjarabaráttu.
Kjarakönnun Kjaradeildar VFÍ stendur nú yfir. Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt. Könnunin er eitt mikilvægasta tæki VFÍ til að vinna að bættum kjörum verkfræðinga og tæknifræðinga.
Könnunin, sem hefur verið stytt töluvert, er mikilvæg undirstaða upplýsingagjafar fyrir launaviðtöl og fleira.
Félagsvísindastofnun HÍ sér líkt og áður um framkvæmd könnunarinnar. Kjaradeild VFÍ hefur ekki aðgang að svörum og ekki er unnt að rekja þau til þátttakenda. Það er auðvelt að svara. Það eina sem þarf að hafa við höndina er launaseðill fyrir febrúar 2020 (má nálgast í net/heimabönkum).
Þeim sem ekki hafa fengið könnunina er bent á að skoða vel ruslpóstinn og einnig flipana í gmail þar sem auglýsingapóstur lendir gjarnan.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla