Kjarasamningur við FRV - Atkvæðagreiðsla

Rafrænir atkvæðaseðlar verða sendir út þriðjudaginn 18. júní.

7. jún. 2019

Þann 29. maí var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) og Félags ráðgjafarverkfræðinga (FRV). Nýi samningurinn felur í sér samsvarandi launahækkanir og ákvæði um styttingu vinnuvikunnar og hagvaxtarauka og samið var um í lífskjarasamningi aðildarfélaga ASÍ og SA í apríl sl. Að auki felur samningurinn í sér eingreiðslu upp á kr. 26.000.- sem samsvarar orlofsuppbótarauka skv. lífskjarasamningnum. Launahækkanir samkvæmt samningnum eru eftirfarandi:

1. maí 2019. Hækkun mánaðarlauna um kr. 17.000.-
1. júní 2019. Eingreiðsla kr. 26.000.-
1. apríl 2020. Hækkun mánaðarlauna um kr. 18.000.-
1. janúar 2021. Hækkun mánaðarlauna um kr. 15.750.-
1. janúar 2022. Hækkun mánaðarlauna um kr. 17.250.-

Kynningarfundur

Kjarasvið VFÍ og samninganefnd félagsins í viðræðum við FRV boðuðu til kynningarfundar 13. júní. Dræm mæting var á fundinn en góðar umræður.

Rafræn atkvæðagreiðsla

Vegna eindreginna óska verður rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn. Fyrirtækið Maskína mun sjá um framkvæmd hennar og verður rafrænn atkvæðaseðill sendur út þriðjudaginn 18. júní og mun atkvæðagreiðslan standa yfir til hádegis föstudagsinn 21. júní. Fresturinn hefur verið framlengdur til hádegis mánudaginn 24. júní.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að kynna sér samninginn og greiða atkvæði. Ef spurningar vakna eða atkvæðaseðill berst ekki má senda tölvupóst á kjaramal@verktaekni.is

Kjarasamningur VFÍ og FRV - maí 2019. 

Hverjir mega kjósa?

Atkvæðisrétt hafa þeir félagsmenn VFÍ sem vinna hjá fyrirtækjum sem eiga aðild að FRV. 

Listi FRV yfir aðildarfyrirtæki

Ágúst Þór Jónsson
Conís ehf.
Efla hf.
Ferill ehf. verkfræðistofa
Fluor Ísland ehf.
Hannarr ehf. Lagnatækni ehf.
Hnit verkfræðistofa hf.
Lota ehf.
Mannvit hf.
Orbicon
Raftákn ehf.
Rainrace ehf.
Strendingur ehf.
Teiknistofa Páls Zóphóníassonar ehf.
TÓV verkfræðistofa ehf.
Verkfræðistofa Stanleys Pálssonar ehf.
Verkfræðistofan Afl og Orka ehf.
Verkfræðistofan Víðsjá ehf.
Verkfræðistofa Suðurnesja ehf.
Verkís hf.
VSB-verkfræðistofa ehf.
VSÓ Ráðgjöf ehf.
Verkfræðistofa Stanleys Pálssonar ehf.