Könnun á starfsumhverfi og Covid-19

Rannsóknarfyrirtækið Maskína sér um framkvæmdina.

7. des. 2020

Nú er í gangi könnun meðal félagsmanna Verkfræðingafélags Íslands og er markmiðið að meta starfsumhverfi þeirra og stöðu á tímum COVID-19. Í fyrri hluta könnunarinnar eru spurningar í samnorrænni könnun sem er skipulögð af sænska verkfræðingafélaginu. Í seinni hlutanum eru að auki nokkrar spurningar úr fyrri könnun VFÍ um líðan félagsmanna á tímum Covid. 

Við hvetjum félagsmenn eindregið til að taka þátt. Það tekur einungis örfáar mínútur að svara könnuninni. Rannsóknarfyrirtækið Maskína sér um framkvæmdina fyrir hönd félagsins. Farið er með öll svör sem trúnaðarmál og þau eru ekki rekjanleg til einstaklinga.

Niðurstöður verða birtar á vef Verkfræðingafélagsins þegar þær liggja fyrir. Eftir áramótin verður gerð samnorræn skýrsla um starfsumhverfi félagsmanna og er markmiðið að greina þróun á starfsumhverfi og framtíðarhorfur.