Könnun - starfstengdar áskoranir og starfsferill

Könnunin er liður í doktorsverkefni.

31. maí 2021

Verkfræðingafélag Íslands hefur sent félagsmönnum sínum könnun sem hefur það að markmiði að rannsaka hvernig starfstengdar áskoranir hafa áhrif á þróun starfsferils og hvernig fólk á mismunandi aldri tekst á við áskoranir í starfi. Niðurstöður úr þessari könnun munu vera hluti af doktorsritgerð Bryndísar Steindórsdóttur, doktorsnema við BI Norwegian Business School. 

Skrifstofa VFÍ aðstoðar við gerð könnunarinnar þar sem talið er að niðurstöður muni gefa innsýn í stöðu félagsmanna og gagnist því vel í starfi félagsins.

Hlekkur á könnunina var í tölvupósti sem sendur var félagsmönnum 31. maí 2021.