• steinar_og_foss

Könnun vegna kjaraviðræðna

Hver eiga áhersluatriði að vera í kjarasamningum?

16. jan. 2019

Eitt af meginmarkmiðum Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) er að standa vörð um hagsmuni og styrkja stöðu verkfræðinga og tæknifræðinga á Íslandi.

Framundan eru kjaraviðræður og hefur verið ákveðið að kanna hug félagsmanna til þeirra. – Hver eiga áhersluatriðin að vera? Könnunin er send þeim sem heyra undir Kjarasamning VFÍ við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV), ríki, sveitarfélög og hálfopinberar stofnanir.

Þeir félagsmenn sem heyra undir kjarasamning VFÍ við SA fá ekki könnunina enda er þar um að ræða ótímabundinn grunnréttindasamning sem inniheldur ekki launatölur. Þeirra viðhorf munu þó koma fram í næstu kjarakönnun VFÍ þar sem fyrirhugaðar eru breytingar á könnuninni þannig að fleira verði mælt en bara laun.

Könnunin er unnin í samvinnu við Maskínu.

Góð svörun í þessari könnun er lykilatriði og hvetjum við félagsmenn að taka þátt.

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi könnunina, ekki hika við að hafa samband við skrifstofu VFÍ tilkynningar@verktaekni.is - sími: 535 9300.

Farið er með öll gögn sem algjört trúnaðarmál. Öll svör berast beint til Maskínu, sem skrifað hafa undir trúnaðaryfirlýsingu, til úrvinnslu og mun stjórn eða starfsfólk VFÍ aldrei hafa aðgang að svörum einstakra þátttakenda. Hver og einn fær senda einkvæma slóð að könnuninni með tölvupósti. Á meðan félagsmaður hefur ekki lokið könnuninni þá heldur svarblað tengingu við tölvupóstfang en um leið og svarandi lýkur könnun rofna tengslin sjálfkrafa og útilokað verður fyrir Maskínu að sjá hvaða tölvupóstfang skilaði hvaða svarblaði.