• Stigi.pmjpg

Könnun vegna kjaraviðræðna - Niðurstöður

Áhersluatriði í kjarasamningum?

6. mar. 2019

Eitt af meginmarkmiðum Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) er að standa vörð um hagsmuni og styrkja stöðu verkfræðinga og tæknifræðinga á Íslandi.

Framundan eru kjaraviðræður og við undirbúning þeirra var gerð könnun meðal félagsmanna um áhersluatriði í samningunum. Einnig var spurt atriði er varða til dæmis líðan í starfi, streitu o.fl. Athugið að könnunin var send þeim sem heyra undir Kjarasamning VFÍ við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV), ríki, sveitarfélög og hálfopinberar stofnanir.

Þeir félagsmenn sem heyra undir kjarasamning VFÍ við SA fengu ekki könnunina enda er þar um að ræða ótímabundinn grunnréttindasamning sem inniheldur ekki launatölur. 

Niðurstöður könnunar vegna kjaraviðræðna.