Könnun vegna kjaraviðræðna

Könnun meðal starfsfólks verkfræðistofa.

17. jún. 2022

Nýlokið er könnun meðal félagsmanna VFÍ sem starfa á verkfræðistofum og heyra undir kjarasamning VFÍ við Félag ráðgjafarverkfæðinga (FRV). Könnunin er einn af mörgum þáttum til að sjá hvaða áherslur félagsmenn vilja hafa í komandi kjarasamningsviðræðum. Núgildandi samningur rennur út 1. nóvember næstkomandi.

Þátttaka í könnuninni var mjög góð, yfir 60%. Niðurstöður verða nú rýndar af stjórnum VFÍ og samninganefnd félagsins við FRV. Niðurstöður verða kynntar félagsmönnum að loknu sumarfríi. 

 

Kjarasamningur við FRV.