• nemendahopur_hr

Kynning í Háskólanum í Reykjavík

7. des. 2017

Fyrsta árs nemar í tæknifræði og verkfræði í HR sitja námskeiðið Inngangur að verkfræði (tæknifræði) - Tölvustudd hönnun.

arni_b_björnssonFulltrúar VFÍ mæta í eina kennslustund og fara yfir hvað felst í því að vera lögvernduð starfsstétt og kynna starf félagsins. Einnig er farið yfir siðareglur VFÍ og siðfræðilega ábyrgð verkfræðinga og tekin dæmin um siðfræðileg álitaefni. 

Um kynninguna sáu Árni B. Björnsson framkvæmdastjóri VFÍ sem kynnti starfsheitið og félagið og Guðrún A. Sævarsdóttir, fyrrum stjórnarmaður í VFÍ og deildarforseti Tækni- og verkfræðideildar HR sem fór í siðfræðihlutann.