Kynningarfundur: Áhugaverð tækifæri hjá NATO

Fjarskipta- og upplýsingatæknistofnun Atlantshafsbandalagsins.

3. maí 2019

Fjarskipta- og upplýsingatæknistofnun Atlantshafsbandalagsins (NCI Agency) í samvinnu við utanríkisráðuneytið og Landhelgisgæslu Íslands bjóða til kynningarfundar fyrir tæknimenntaða sérfræðinga þar sem kynntir verða meðal annars atvinnumöguleikar fyrir íslenska ríkisborgara hjá NCI Agency.

NCI Agency er með höfuðstöðvar í Haag, Hollandi og fjölda útibúa í aðildarríkjunum. Stofnunin veitir fjölþætta fjarskipta- og upplýsingatækniþjónustu fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins og aðildarþjóðirnar þ.m.t. hugbúnaðargerð, ráðgjöf, fjarskiptaþjónusta, hönnun tækni- og fjarskiptabúnaðar, netvarnir og öll önnur tengd verkefni, þjónustu og kennslu. Upplýsingar um NCI Agency.

Á fundinum verða kynntir atvinnumöguleikar fyrir Íslendinga hjá NCIA og einnig möguleikar á að selja vörur og þjónustu og bjóða í verkefni sem eru á vegum NATO og aðildarþjóða. Vitneskja um stofnunina er ekki mikil hér á landi og eru gríðarleg tækifæri fyrir fyrirtæki og ráðgjafa að bjóða í verkefni á þeirra vegum. 

Kynningarfundurinn fer fram á í Víkingasal á Icelandair hótel Natura fimmtudaginn 9. maí kl. 12:30 - 14:00. Boðið verður upp á léttar veitingar. 

Vinsamlega skráið ykkur með því að senda tölvupóst: gudrunth@lhg.is