• hopur_af_folki

Læknar án landamæra - kynning

Starfsmöguleikar á spennandi vettvangi.

15. jan. 2018

Læknar án landamæra (Doctors without borders, MSF) koma nú í fyrsta sinn til Íslands með það í huga að kynna samtökin og starfsmöguleika innan þeirra. Samtökin leita ekki eingöngu að starfsfólki innan heilbrigðisgeirans heldur einnig fólki með fjölbreyttan bakgrunn í hugvísindum, iðngreinum, fjármálatengdum greinum, verkefnastjórnun, starfsmannastjórnun, auk fjölda annarra greina. 

Kynningarfundir verða haldnir miðvikudagana 17. og 24. janúar kl. 20 - 21:30 á Kex hosteli við Skúlagötu (Gym og tonic salurinn). 

Á fundunum munu íslenskir og erlendir hjálparstarfsmenn MSF deila reynslu sinni af vinnu fyrir samtökin.

Veittar verða upplýsingar um þau störf sem eru í boði , um ráðningarferlið og lífið á vettvangi.

Settir hafa verið upp viðburðir á Facebook:

https://www.facebook.com/events/139143616774423/

https://www.facebook.com/events/2022782708052571/