• foss_regnbogi

Launahækkanir og orlofsuppbót

28. apr. 2020

Um næstu mánaðamót koma til greiðslu launahækkanir sem í samningum voru dagsettar 1. apríl. Orlofsuppbót greiðist 1. júní.

Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) 18 þúsund króna launahækkun. 

Samtök atvinnulífsins (SA) 18 þúsund króna launahækkun. 

Ríkið 18 þúsund króna launahækkun. 

Ekki er búið að semja við Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. 

Orlofsuppbót

Samkvæmt kjarasamningum við ríkið (VFÍ og ST) verður orlofsuppbótin í ár  kr. 51.000.- 

Kjarasamningar við Samtök atvinnulífsins fylgja lífskjarasamningnum og verður uppbótin kr. 51.000.- 

Ekki er búið að semja við Reykjavíkurborg og sveitarfélögin en orlofsuppbótin verður engu að síður:
Reykjavíkurborg  kr. 51.000.-
Önnur sveitarfélög kr. 50.450.-

Ekki er greidd orlofsuppbót samkvæmt FRV samningnum. 

Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí.