Launahækkanir vegna hagvaxtarauka

Hækkun kemur til framkvæmda 1. maí.

28. apr. 2022

Ákvæði kjarasamninga um launaauka, svokallaðan hagvaxtarauka, hafa virkjast og gilda frá 1. apríl 2022. Gert er ráð fyrir að hækkunin komi til framkvæmda við útborgun launa 1. maí.

Launaauki á föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu er kr. 7.875.-

Launaauki á mánaðarlaunataxta kjarasamninga er kr. 10.500.-

Hagvöxtur á mann hérlendis jókst um 2,5% milli ára og því ákvað forsendunefnd kjarasamninga að til greiðslu hans komi 1. maí. Það er samkvæmt ákvæðum lífskjarasamninganna frá 2019 þess efnis að sérstakar viðbótarhækkanir koma á laun verði efnahagsþróun hagfelldari en vænst er hverju sinni.