Málþing: Hlekkur á streymi
Gæði hönnunar á nýjum fagsviðum. - Skipta þau máli?
Málþing á vegum VFÍ og áhugafólks um áhrif hönnunar og skipulags á lífsgæði og lýðheilsu.Fimmtudaginn 27. janúar kl. 13:00 til 15:45 í beinu streymi. Í boði verður að senda spurningar í gegnum spjallið á rásinni á meðan á viðburðinum stendur. (Ef smellt er á Vimeo merkið neðst til hægri, birtist skjár með spjallinu hægra megin).
Viðfangsefnið talar beint inn í þjóðfélagsumræðuna á tímum þéttingar byggðar og annarra áherslubreytinga í skipulagi þéttbýlis. Rætt verður um mikilvægi góðrar hljóð- og ljósvistar sem og vandaðrar hönnunar til þess að koma i veg raka og myglu i húsum. Ennfremur er fjallað um hversu áríðandi góð brunahönnun er til þess að tryggja líf og öryggi ibúa og til að forða eignatjóni.
Dagskrá:
Málþing sett og málefnið reifað.
Ólafur Hjálmarsson, Trivium ráðgjöf.
Áhrif byggingarrannsókna á gæði hönnunar.
Ríkharður Kristjánsson, RK Design.
Brunahönnun – Gæði hönnunar.
Böðvar Tómasson, Örugg verkfræðistofa.
Hljóðhönnun – Gæði hönnunar.
Ólafur Hafstein Pjetursson, Trivium ráðgjöf.
Kaffihlé (14:10-14:30).
Byggingareðlisfræði í byggingum – Gæði hönnunar.
Hjalti Sigmundsson, Verkþjónusta Hjalta.
Dags- og raflýsing – Gæði hönnunar.
Ásta Logadóttir, Lota.
Umræður og fyrirspurnir.
Ráðstefnustjóri: Ólafur Hjálmarsson, Trivium ráðgjöf.