Málþing VAFRÍ
Miðvikudaginn 27. september.
Miðvikudaginn 27. september nk. heldur Vatns- og fráveitufélag Íslands málþing til heiðurs Degi Jónssyni veitustjóra Hafnarfjarðar, sem féll frá fyrr á árinu. Félagið hefur fengið til liðs við sig samstarfsmenn og vini Dags og munu þeir segja frá Degi og störfum hans í þágu vatns- og fráveitna á löngum og farsælum ferli. Jafnframt verða kynnt ný verkefni á sviði skipulags og rekstrar vatnsveitna sem var mikið áhugamál Dags.
Tími: Miðvikudagur 27. september kl. 13:30 - 16:00
Staðsetning: Hús Atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík
Allir áhugasamir um vatnsveitur og vinir Dags eru velkomnir!
Nánari upplýsingar og skráning.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla