• IMG_0048_pm2

Metþátttaka á Degi verkfræðinnar

Dagur verkfræðinnar haldinn í fjórða sinn.

8. apr. 2018

Enn á ný var slegið met í þátttöku á Degi verkfræðinnar. Yfir 500 manns lögðu leið sína á Hilton Reykjavík Nordica. Við þökkum fyrirlesurum og öðrum sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir.

Það var þétt setinn stóri salurinn þegar upphafserindin voru flutt en síðan skiptist dagskráin á þrjá sali. Í upphafi flutti Ásta Sigríður Fjeldsted verkfræðingur og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs ávarp og talaði meðal annars um markaðsbrest í menntun. Því næst tók Ari Kristinn Jónsson rektor HR við og flutti áhugavert erindi um verkfræðina og fjórðu iðnbyltinguna. Á myndinni eru þau Ari og Ásta.