Metþátttaka á Degi verkfræðinnar

Dagur verkfræðinnar var haldinn í fimmta sinn.

28. mar. 2019

Enn á ný var slegið met í þátttöku á Degi verkfræðinnar. Lokað var fyrir skráningu deginum áður enda „uppselt". Við þökkum fyrirlesurum og öðrum sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir.

Það var þétt setinn stóri salurinn þegar upphafserindin voru flutt en síðan skiptist dagskráin á þrjá sali. Í upphafi ávarpaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmála-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra samkomuna. Síðan tók Dr. Einar Mäntylä framkv.stj. Auðnu-Tæknitorgs við og flutti erindið „Bókvitið í askana - Mikilvægi nýsköpunar". 

 Við gerðum stutt myndband sem fangaði stemmninguna á Degi verkfræðinnar 2019.

Dagur verkfræðinnar 2019.