Mínar síður - bætt þjónusta við félagsmenn
Innskráning með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.
Verkfræðingafélag Íslands hefur tekið í notkun „Mínar síður“. Þar geta félagsmenn meðal annars nálgast upplýsingar um stöðu réttinda í sjóðum, eldri umsóknir, stöðu umsókna og hvort iðgjöld séu í skilum af hálfu vinnuveitanda.
Innskráning er af forsíðu á vef VFÍ.
Ef félagsmenn lenda í vandræðum eða spurningar vakna um upplýsingar sem birtast á „Mínum síðum“ vinsamlega sendið tölvupóst til skrifstofunnar. Gagnlegt er að senda með skjáskot af upplýsingum sem birtast og taldar eru rangar.
Öryggiskröfur og reglur um persónuvernd takmörkuðu prófanir á kerfinu. Í upphafi má búast við að einhverjar villur leynist í uppsetningunni en við reynum að lagfæra þær eins fljótt og auðið er.
- Allar ábendingar eru vel þegnar.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla