• Foss_pm

Minna skrifræði - Meiri ábyrgð

Skipulagsferli - skilvirkni í þágu velferðar.

19. apr. 2018

Vanda þarf til verka þegar fjallað er um áhrif framkvæmda á umhverfið. Ferlið þarf að vera tiltölulega einfalt og skiljanlegt.  Æskilegt er að skrifræðið sé minna en meira og allir aðilar, hvort sem það eru stjórnvöld, framkvæmdaaðilar, leyfisveitendur, almenningur eða umhverfissamtök, sýni fyllstu ábyrgð.

Verkfræðingafélag Íslands boðar til morgunfundar um þetta mikilvæga málefni.

Ráðstefna Verkfræðingafélags Íslands

Minna skrifræði – Meiri ábyrgð

Skipulagsferli framkvæmda, skilvirkni í þágu velferðar

Mánudaginn 30. apríl kl. 8:30 – 10:15
Grand hótel Reykjavík - Gullteigur.
Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8:00.

Dagskrá: 

Setning. Stutt yfirlit. 
Páll Gíslason, formaður Verkfræðingafélags Íslands.

Leiðin að framkvæmdaleyfi. - Hindranir og óskilvirkni.
Ásbjörn Blöndal, framkvæmdastjóri Þróunarsviðs HS orku.

Framkvæmdir í sátt við umhverfi og samfélag. Íslenskar kröfur í alþjóðlegu samhengi.
Hólmfríður Bjarnadóttir, skipulagsfulltrúi Veitna.

Staðan frá sjónarhóli hönnuða og ráðgjafa.
Egill Viðarsson, sviðsstjóri Samgöngu- og umhverfissviðs Verkís.

Skilvirkari og sanngjarnari löggjöf - innan ramma Árósasamkomulagsins og ESA.
Arnar Þór Stefánsson hrl., Lögmannsstofunni LEX. 

Umræður og fyrirspurnir.

Fundarstjóri: Kristjana Kjartansdóttir tæknifræðingur, situr í stjórn VFÍ. 

Skráning.