Myndband: Ungir verkfræðingar og sjálfbærni

Gefið út af ANE í tilefni af Degi verkfræði og sjálfbærrar þróunar.

4. mar. 2021

Það efast fáir um að verkfræðingar, tæknifræðingar og aðrar stéttir tæknimenntaðra muni gegna lykilhlutverkum í að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. 

Á alþjóðlegum Degi verkfræði og sjálfbærrar þróunar vill ANE (Association of Nordic Engineers) vekja athygli á því hvernig ungir verkfræðingar og tæknifræðingar vinna að markmiðum sjálfbærni í námi og starfi. Í myndbandi sem gert var í tilefni dagsins segja ungir verkfræðingar og tæknifræðingar frá því hvað verkfræðin og það að vinna að sjálfbærni markmiðum skiptir miklu máli fyrir þau.

https://www.youtube.com/watch?v=7uwurkxebjc%t=23s

Ungir verkfræðingar og tæknifræðingar fjalla um áhuga sinn og metnað varðandi markmiðin um sjálfbærni. #WDE

Dagur verkfræði og sjálfbærrar þróunar.

Um ANE (Association of Nordic Engineers)

Verkfræðingafélag Íslands hefur tekið þátt í starfi ANE frá upphafi árs 2018. Samtökin eru er samstarfsvettvangur félaga verkfræðinga og tæknifræðinga á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og öðru af tveimur félögum í Noregi. Hlutverk ANE er að gæta hagsmuna norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga bæði innan Norðurlandanna og í alþjóðlegu tilliti. Í dag eru um 500 þúsund félagsmenn í aðildarfélögum ANE.