• Foss_JSJ

Námskeið á sértilboði

Á vegum Endurmenntunar HÍ.

28. ágú. 2017

Á haustmisseri 2017 fá félagsmenn VFÍ valin námskeið á sértilboði hjá Endurmenntun HÍ. Samkvæmt venju er gefinn 15% afsláttur af námskeiðsverði. Félagsmenn þurfa aðeins að muna að skrá í athugasemdareit við skráningu að þeir séu í VFÍ. Dæmi: „Er félagi í VFÍ". 

Tvö námskeiðanna á sértilboði eru úr verkfræði- og tæknifræðiflokknum, Stjórnun BIM verkefna og gerð BIM aðgerðaáætlunar og Beiting ÍST 30 og ÍST 35 í framkvæmd. 

Eflaust munu námskeiðin Áhættustjórnun fyrirtækja og stofnana og Verkáætlanir vekja áhuga margra. Að auki eru tvö námskeið til gagns og gamans sem falla undir námskeið Fyrir þig. Þetta eru allt ný námskeið hjá EHÍ.

Upplýsingar um námskeiðin.