• Stigi.pmjpg

Námskeið í launaviðtölum í mars

Að semja um laun og önnur starfskjör.

22. feb. 2022

Góð aðsókn hefur verið á námskeið í launaviðtölum. Þrjú námskeið verða haldin í marsmánuði og eru þau ókeypis. Leiðbeinandi er Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi. Takmarkaður fjöldi er á námskeiðin og er skráning með tölvupósti: kjaramal@verktaekni.is

Eftirtaldar dagsetningar eru í boði:

  • 10. mars – fimmtudagur – á Teams.
  • 22. mars – þriðjudagur – námskeið í sal, í Verkfræðingahúsi Engjateigi 9.
  • 24. mars – fimmtudagur – námskeið í sal, í Verkfræðingahúsi Engjateigi 9.

Góður undirbúningur og færni í samningatækni er lykilinn að árangri í launaviðtali. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig þátttakendur geta undirbúið sig sem best fyrir launaviðtal. Kynnt verða ýmis hagnýt ráð varðandi samningatækni sem geta hjálpað félagsmönnum að ná enn betri árangri í launaviðtölum.

Starfsmaður hefur samningsbundinn rétt á viðtali við yfirmann sinn einu sinni á ári um störf sín og mögulega leiðréttingu á starfskjörum. Óski starfsmaður eftir viðtali á að veita það innan tveggja mánaða og niðurstaða viðtalsins á að liggja fyrir innan mánaðar.

Í launaviðtali er ekki einungis verið að semja um laun heldur einnig um vinnuframlag og mikilvægi starfsmannsins og horft til þeirra þátta er snúa að starfsumgjörð viðkomandi.

Launaviðtalið þarf því ekki eingöngu að snúast um launin. Sumir kjósa að semja um önnur starfskjör eins og sveigjanlegan vinnutíma, fleiri orlofsdaga, námsstyrk, ferðastyrk, bifreiðastyrk o.fl.

Geirlaug Jóhannsdóttir er ráðgjafi og meðeigandi hjá Hagvangi og vinnur þar við ráðningar og mannauðsráðgjöf. Hún lauk MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006 með áherslu á mannauðsstjórnun og er með BS gráðu í rekstrarfræðum. Geirlaug starfaði áður við kennslu við Háskólann á Bifröst og var um árabil forstöðumaður símenntunar skólans. Þar áður starfaði Geirlaug sem fræðslustjóri Alcan á Íslandi. Geirlaug hefur reynslu af sveitarstjórnarstörfum og hefur setið í ýmsum stjórnum og nefndum.