Náttúruvísindi - Grunnur að farsælli framtíð

Ávarp formanns VFÍ um náttúrufræðimenntun.

8. apr. 2021

Nýverið var formaður VFÍ, Svana Helen Björnsdóttir, einn aðalfyrirlesara á ráðstefnu um gildi náttúrufræðimenntunar. Yfirskrift fyrirlestrarins var Náttúruvísindi - Grunnur að farsælli framtíð.

Upptaka af erindinu:

Náttúruvísindi - Grunnur að farsælli framtíð.

Ráðstefnan var ætluð öllum sem koma að menntun í náttúrufræði- og raunvísindagreinum ásamt öðrum um áhugasömum. Efni ráðstefnunnar var sniðið að öllum skólastigum. Með náttúrufræðimenntun var í þessu tilviki átt við öll svið innan náttúru- og raunvísinda.

Að ráðstefnunni stóðu eftirtaldir aðilar:
Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við:
Félag leikskólakennara
Félag raungreinakennara
Háskólann á Akureyri
NaNO
Náttúrutorg
Samlíf, Samtök líffræðikennara