• Grótta sólsetur

Niðurstöður kjarakönnunar 2017

Launaviðtöl borga sig.

17. maí 2017

Launaviðtöl
Athygli vekur að  43% verkfræðinga og tæp 38% tæknifræðinga fóru í launaviðtal á árinu 2016. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fóru í viðtal fengu launahækkun í kjölfarið. (Verkfræðingar 83,1% og tæknifræðingar 74,1%). Einnig vekur athygli að hátt hlutfall þátttakenda svarar ekki hvort þeir hafi fengið hækkun eða ekki, eða rétt um 60% í hvorum hópi.

Á næstu mánuðum verður félagsmönnum VFÍ og TFÍ boðið á námskeið í launaviðtölum. Þau verða haldin í samstarfi við Endurmenntun HÍ og auglýst á heimasíðum félaganna og með tölvupósti til félagsmanna.

Kjarakönnun Kjaradeildar VFÍ 2017 - Verkfræðingar.

Kjarakönnun Kjaradeildar VFÍ 2017 - Tæknifræðingar.

 

Upptaka frá fundi um launaviðtöl.