• Stigi.pmjpg

Niðurstöður könnunar á hæfniþróun

Samnorræn könnun félaga verkfræðinga og tæknifræðinga.

29. jan. 2019

Fyrir nokkrum mánuðum fengu félagsmenn VFÍ boð um að taka þátt í samnorrænni könnun á hæfniþróun verkfræðinga og tæknifræðinga. Könnunin var gerð á vegum ANE (Association of Nordic Engineers) sem Verkfræðingafélag Íslands er aðili að. Niðurstöður könnunarinnar liggja nú fyrir og eru birtar í skýrslu sem gefin var út í lok janúarmánaðar. Í skýrslunni er einnig að finna tillögur að stefnumótun í þessum málaflokki. 

Skýrsla ANE um hæfniþróun.

Tillögur ANE varðandi hæfniþróun.

Frétt um könnunina á heimasíðu ANE.

Í tillögum ANE er lögð áhersla á þörfina fyrir: 1) Að meiri fjármunum sé varið til hæfniþróunar. 2) Að styðja við við háskólana þannig að þeir geti tryggt framboð af endurmenntunarnámskeiðum. 3) Að vinnustaðir móti langtíma stefnu í hæfniþróun. 4) Að kortleggja námskeið sem eru í boði sem gæti orðið grunnur að norrænum gagnagrunni um möguleika á sviði hæfniþróunar. 

Skýrslan er unnin í samvinnu allra aðildarfélaga ANE sem eru: Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ), NITO í Noregi, IDA í Danmörku og Sveriges Ingenjörer í Svíþjóð.