• nording þátttakendur

NORDING í Reykjavík

VFÍ er gestgjafi á ársfundi NORDING.

21. ágú. 2017

VFÍ er gestgjafi á ársfundi NORDING sem er samstarfsvettvangur norrænna félaga verkfræðinga og tæknifræðinga. Á fundinum er farið yfir stöðu mála á vinnumarkaði og helstu verkefni hvers félags.

Tólf félög eiga aðild að Nording og eru félagsmenn þeirra samtals yfir 400 þúsund. Meðal verkefna er samræming á stefnu félaganna í Evrópusamstarfi.

Á fundinum að þessu sinni er athygli beint sérstaklega að gervigreind og aukinni sjálfvirkni og áhrifum þeirra á vinnumarkað tæknimenntaðra. Kynnt verður starf svokallaðrar SIRI nefndar í Danmörku og Ari Kristinn Jónsson flytur erindi um gervigreind og hvort í henni felist sóknarfæri eða ógnir fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga.