Norrænar konur - frumkvöðlar á sviði vísinda og tækni
Margrét Guðnadóttir og Edda Sif Pind Aradóttir eru fulltrúar Íslands.
Á vef ANE (Association of Nordic Engineers) er hægt að horfa á myndband og lesa um merkilegt framlag tíu kvenna á Norðurlöndunum á sviði vísinda og tækni. Fulltrúar Íslands eru Margrét Guðnadóttir og Edda Sif Pind Aradóttir. Vakin er athygli á þeirra störfum í tilefni að alþjóðlega kvennafrídeginum og Degi verkfræði og sjálfbærrar þróunar