Norrænt samstarf - verkefni ársins 2020

VFÍ tekur þátt í norrænu samstarfi á vettvangi ANE.

5. jan. 2021

Verkfræðingafélag Íslands hefur tekið þátt í starfi ANE (Association of Nordic Engineers) frá upphafi árs 2018.  Samtökin eru er samstarfsvettvangur félaga verkfræðinga og tæknifræðinga á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og öðru af tveimur félögum í Noregi. Hlutverk ANE er að gæta hagsmuna norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga bæði innan Norðurlandanna og í alþjóðlegu tilliti. Í dag eru um 500 þúsund félagsmenn í aðildarfélögum ANE.

 

Á vef ANE má nálgast samantekt um síðastliðið ár.  Má meðal annars nefna verkefni á sviði siðferðis og gervigreindar, sjálfbærni, hæfniþróunar og  upplýsingagjöf um mikilvægi rannsókna og nýsköpunar.