Aðalfundur VFÍ

Stjórnarkjör og ársskýrsla

14. apr. 2015

Aðalfundur VFÍ var haldinn 10. apríl. Engar lagabreytingar lágu fyrir fundinum. Tilkynnt var um niðurstöður stjórnarkjörs en sjálfkjörið var í stjórn. Meðstjórnendur til tveggja ára voru kosin Sveinbjörn Pálsson og María S. Guðjónsdóttir. Varameðstjórnandi til tveggja ára var kosin Guðbjartur Jón Einarsson. Aðrir í stjórn eru Kristinn Andersen, formaður, Páll Gíslason, Bjarni G.P. Hjarðar og Gísli Georgsson, varameðstjórnandi. 

Stjórn Kjaradeildar. Meðstjórnendur til tveggja ára voru kosin Stefán A. Finnsson og Hlín Benediktsdóttir. Varameðstjórnandi til tveggja var kosin Birkir Hrafn Jóakimsson. Aðrir í stjórn Kjaradeildar eru Kári Steinar Karlsson formaður, Halldór Árnason, Kristinn Steingrímsson og Elísabet Vilmarsdóttir, varameðstjórnandi.

Stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi. Sveinn I. Ólafsson, var endurkjörinn formaður. Auk hans voru kosnir í stjórn Steinar Friðgeirsson, Davíð Á. Gunnarsson og Gylfi Árnason, varameðstjórnandi.

Ársskýrsla VFÍ 2015  inniheldur skýrslu stjórnar, skýrslur nefnda og deilda, reikninga félagsins og sjóða í vörslu þess.